Jóhann Hreiðarsson, spilandi þjálfari Dalvíkur/Reynis, mun ekki þjálfa liðið áfram á næsta tímbili. Að sögn Jóhanns er það samkomulag milli hans og stjórn knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis sem gerð er í mesta bróðerni. Jóhann segir þó að vel gæti farið að hann spili með liðinu næsta sumar en það muni skýrast betur þegar nær dregur að næsta tímabili.