Kristján L. Möller samgönguráðherra boðaði á fyrsta ársfundi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 17. október síðastliðinn að flýtt yrði greiðslu umræddra framlaga Jöfnunarsjóðs og hafa starfsmenn sjóðsins og samgönguráðuneytisins unnið hörðum höndum að útreikningi og greiðslu framlaganna síðustu daga. Einnig sagði ráðherra á fundinum að stefnt yrði að því að greiða í nóvember 250 milljónir króna af eftirstöðvum vegna 1.400 milljóna króna aukaframlags í Jöfnunarsjóð á árinu en nú þegar er búið að greiða 900 milljónir.
Þá er í samgönguráðuneytinu verið að vinna frá tillögum að reglum fyrir úthlutun 250 milljóna króna framlags til sveitarfélaga vegna skerðingar á aflamarki og verða reglurnar kynntar fljótlega, segir í fréttatilkynningu.