Jass í Akureyrarkirkju
Óskar Guðjónsson saxófónleikari og Skúli Sverrisson bassaleikari halda tónleika í Akureyrarkirkju á fimmtudagskvöld. Þeir hafa starfað saman i 15 ár og gefið út tvær plötur, Eftir þögn og The box tree
sem báðar unnu til íslensku tónlistaverðlaunanna sem plata ársins í flokki jasstónlistar.
Skúli hefur ad mestu leiti starfað í Bandaríkjunum med mörgum þekktum listamönnun eins og Allan Holdsworth, Laurie Anderson, David Sylvian og Blonde Redhead.
Óskar er einn af fremstu Jasstónlistamönnum landsins og tónlist hans hefur vakid athygli um víðan heim. Hann hefur leikid med fjölda hljómsveita en helst má nefna ADHD og Mezzoforte.
Tónlist þeirra Skúla og Óskars er lagræn og hljómfögur þar sem einstök nálgun hljóðfæraleiks þeirra nýtur sín sem allra best.
Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Listvinafélag Akureyrarkirkju