Jarðstrengur kemur til greina í Eyjafirði

Eyfirðingum hugnast ekki loftlínur. Mynd úr safni.
Eyfirðingum hugnast ekki loftlínur. Mynd úr safni.

Líkur hafa aukist á því að ný háspennulína í gegnum Eyjafjörð verði lögð í jörðu. Í drögum að nýrri kerfisáætlun Landsnets er gert ráð fyrir jarðstreng sem valkosti en jarðstrengur hefur lengi verið baráttumál Eyfirðinga. Sagt er frá þessu á vef RÚV

Mikil andstaða hefur verið gegn áformum um háspennulínu í lofti þvert yfir Eyjafjörð og þess hefur lengi verið krafist meðal Eyfirðinga að línan verði lögð í jörðu. Landsnet hefur haldið þeim möguleika opnum en talið loftlínu hagstæðari kost. Framkvæmdir gætu hafist árið 2019.

RÚV fjallar nánar um málið

Nýjast