Jarðskjálfti fannst á Akureyri

Jarðskjálftar á svæðinu. Mynd/Veðurstofa Ísland
Jarðskjálftar á svæðinu. Mynd/Veðurstofa Ísland

Laust fy­rir há­degi eða klukk­an 11:56 varð jarðskjálfti við jök­ul­sporðinn í Dyngju­jökli. Hann var 4,6 að stærð og á 8 km dýpi. Nokkr­ar til­kynn­ing­ar hafa borist frá Ak­ur­eyri um að hann hafi fund­ist þar. Skjálfta­virkni er enn mjög mik­il og rúm­lega 500 skjálft­ar hafa mælst frá miðnætti. Þetta kemur fram á mbl.is.

Þar kemur einnig fram að Berg­gang­ur­inn und­ir Dyngju­jökli er nú tal­inn vera hátt í 40 km lang­ur og benda lík­an­reikn­ing­ar byggðir á GPS mæl­ing­um til þess að rúm­máls­aukn­ing­in síðasta sól­ar­hring­inn sé 50 millj­ón­ir rúm­metra. Þetta kom fram á fundi vís­inda­mannaráðs í morg­un.

Þá mæld­ist klukk­an 01:26 í nótt mæld­ist skjálfti af stærðinni 5,7 í Bárðarbungu­öskj­unni, en síðan hafa ekki orðið stór­ir skjálft­ar þar. Eng­ar vís­bend­ing­ar eru um að dragi úr ákafa at­b­urðanna. Einnig kemur fram á mbl.is að fólk á Aust­ur­landi segjist einnig hafa fundið fyr­ir jarðskjálft­an­um, meðal ann­ars á Vaðbrekku.

Nýjast