Janez Vrenko leikmaður Þórs hefur verið dæmdur í eins leiks keppnisbann af Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Þar sem Vrenko fær bann vegna uppsafnaðra gulra spjalda tekur bannið ekki gildi fyrr en á föstudaginn og nær hann því leiknum gegn KR á fimmtudaginn á Þórsvelli í Pepsi- deildinni.
Hins vegar verður Skúli Jón Friðgeirsson í banni á fimmtudaginn þar sem hann fékk brottvísun í leik í bikarleiknum sl. laugardag.
Þeir sem dæmdir voru í bann í Pepsi-deildinni eru:
Ingimundur Níels Óskarsson (Fylki)
Valur Fannar Gíslason (Fylki)
Haraldur Freyr Guðmundsson (Keflavík)
Nikolaj Hagelskjær (Stjörnunni)
Andri Fannar Stefánsson (Val)
Sigurður Egill Lárusson (Víkingi)
Pétur Viðarsson (FH)
Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
Janes Vrenko (Þór)