Jakob stóð sig vel í Bandaríkjunum

Jakob Helgi Bjarnason gerði góða hluti vestanhafs.
Jakob Helgi Bjarnason gerði góða hluti vestanhafs.

Dalvíkingurinn Jakob Helgi Bjarnason stóð sig vel á tveimur stórsvigsmótum í Eldora í Bandaríkjunum sl. helgi. Á fyrra mótinu hafnaði Jakob í tíunda sæti, sem gaf honum 62,60 FIS-punkta, og á síðara mótinu endaði hann í sjötta sæti og fékk fyrir vikið 53,58 FIS-punkta. Alls kepptu 104 keppendur á mótinu og verður árangur Jakobs Helga að teljast býsna góður. Þá kepptu þau Arnar Birkir Danson og Fanney Ísaksdóttir frá SKA á Topolino leikunum á Ítalíu með góðum árangri sl. helgi. Arnar Birkir varð í 35. sæti í svigi en 96 piltar hófu keppni og 40 kláruðu. Í stórsvigi hafnaði Fanney í 52. sæti en 82 stúlkur hófu keppni.  

 

Nýjast