Jafnvel samið í kvöld eða á morgun

Kjölur félag starfsfólks í almannaþjónustu var ekki með í því þeim kjarasamningapakka sem skrifað var undir hjá sáttasemjara í gær. Arna Jakobína Björnsdóttir formaður félagsins var í Karphúsinu þarg Vikudagur náði tali af henni í dag og kvaðst hún telja að samningar gætu jafnvel náðst milli aðila síðar í dag eða á morgun.

Arna Jakobína sagði að Kjölur hefði vissulega tekið þátt í að móta þá niðurstöðu sem er að skýrast í samningum á opinbera markaðnum og átti ekki von á því að samningur Kjalar yrði í mikilvægum atriðum á öðrum nótum en þeir samningar sem SFR og ýmis BSRB félög skrifuðu undir í gær. “Við verðum væntanlega í þessum sömu hjólförum, sem við reyndar höfum líka tekið þátt í að búa til,” sagði Arna jakobína Björnsdóttir formaður Kjalar.

Nýjast