Jafnt í Breiðholti-KA úr fallsæti

KA er komið úr fallsæti eftir 1:1 jafntefli gegn ÍR á útivelli í kvöld í 13. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu. Með stiginu í kvöld komst KA upp fyrir Leikni, en norðanmenn hafa 11 stig í tíunda sæti deildarinnar. ÍR hefur 15 stig í áttunda sæti. Haukur Ólafsson kom ÍR yfir í kvöld úr vítaspyrnu en Ómar Friðriksson jafnaði metin fyrir KA og dýrmætt stig í hús hjá KA-mönnum. Þar með lauk langri taphrinu hjá KA sem hafði fyrir leikinn í kvöld tapað fjórum leikjum í röð.

Nýjast