Dalvík/Reynir og Völsungur gerðu 1-1 jafntefli á Dalvíkurvelli í næstsíðustu umferð D- riðils 3. deildar karla í knattspyrnu sl. laugardag. Mark Dalvíkur/Reynis í leiknum skoraði Gunnar Már Magnússon en Kristján G. Óskarsson skoraði fyrir Völsung.
Í sama riðli tók Draupnir á móti Huginn í Boganum sl. föstudag, þar sem gestirnir unnu með þremur mörkum gegn engu. Fyrir síðustu umferðina er Draupnir í neðsta sæti riðilsins með átta stig. Dalvík/Reynir er í þriðja sæti með 23 stig, stigi á eftir Huginn sem er í öðru sæti.