Íþróttamaður Akureyrar árið 2011 verður útnefndur á morgun, miðvikudag, en valið fer fram á Hótel Kea, þar sem sérstakir boðsgestir verða viðstaddir. Einnig verða þar veittir styrkir úr Afreks-og styrktarsjóði Akureyrar og þá verða veittar heiðursviðurkenningar íþróttaráðs. Sundkonan Bryndís Rún Hansen hefur orðið fyrir valinu tvö undanfarin ár, árið 2009 og 2010, og er hún einnig tilnefnd í ár.