Upplýst verður um þrjú efstu sætin í hófinu nk. miðvikudag, en allir þeir íþróttamenn sem eru tilnefndir fá viðurkenningar. Auk útnefningar Íþróttamanns Akureyrar 2008 verður við þetta tækifæri skrifað undir styrktarsamninga Afreks- og styrktarsjóðs Akureyrarbæjar við íþróttamenn og einnig mun Akureyrarbær heiðra einstaklinga sem hafa í gegnum tíðina unnið mikið og óeigingjarn starf í þágu íþróttahreyfingarinnar á Akureyri.
Þeir íþróttamenn sem eru tilefndir til kjörs Íþróttamanns Akureyrar 2008 eru (í stafrófsröð):
Andri Snær Stefánsson, handknattleiksmaður í Akureyri handboltafélagi
Bergþór Jónsson, siglingamaður í Nökkva
Bjarki Sigurðsson, akstursíþróttamaður í KKA - akstursíþróttafélagi torfæruhjóla- og vélsleðamanna á Akureyri
Bjartmar Örnuson, hlaupari í Ungmennafélagi Akureyrar
Björgvin Ólafsson, akstursíþróttamaður í Bílaklúbbi Akureyrar
Bryndís Rún Hansen, sundkona í Sundfélaginu Óðni
Dagný Linda Kristjánsdóttir, skíðakona í Skíðafélagi Akureyrar
Evita Alice Möller, fimleikakona í Fimleikafélagi Akureyrar
Finnur Steingrímsson, skotmaður í Skotfélagi Akureyrar
Jónína Margrét Guðbjartsdóttir, íshokkíkona í Skautafélagi Akureyrar
Matus Sandor, knattspyrnumaður í KA
Rakel Hönnudóttir, knattspyrnukona í Þór/KA
Þorbjörn Hreinn Matthíasson, hestamaður í Létti
Öldungasveit karla í Golfklúbbi Akureyrar