Íþróttamaður Akureyrar 2008 útnefndur á miðvikudag

Útnefning Íþróttamanns Akureyrar verður í Ketilhúsinu miðvikudaginn 14. janúar nk. kl. 19.30. Fjórtán aðildarfélög hafa tilnefnt íþróttamenn úr sínum röðum til útnefningar Íþróttamanns Akureyrar árið 2008. Úr þessum hópi kýs stjórn Íþróttabandalags Akureyrar auk fulltrúa fjölmiðla á Akureyri Íþróttamann Akureyrar 2008.  

Upplýst verður um þrjú efstu sætin í hófinu nk. miðvikudag, en allir þeir íþróttamenn sem eru tilnefndir fá viðurkenningar. Auk útnefningar Íþróttamanns Akureyrar 2008 verður við þetta tækifæri skrifað undir styrktarsamninga Afreks- og styrktarsjóðs Akureyrarbæjar við íþróttamenn og einnig mun Akureyrarbær heiðra einstaklinga sem hafa í gegnum tíðina unnið mikið og óeigingjarn starf í þágu íþróttahreyfingarinnar á Akureyri.

Þeir íþróttamenn sem eru tilefndir til kjörs Íþróttamanns Akureyrar 2008 eru (í stafrófsröð):

Andri Snær Stefánsson, handknattleiksmaður í Akureyri handboltafélagi

Bergþór Jónsson, siglingamaður í Nökkva

Bjarki Sigurðsson, akstursíþróttamaður í KKA - akstursíþróttafélagi torfæruhjóla- og vélsleðamanna á Akureyri

Bjartmar Örnuson, hlaupari í Ungmennafélagi Akureyrar

Björgvin Ólafsson, akstursíþróttamaður í Bílaklúbbi Akureyrar

Bryndís Rún Hansen, sundkona í Sundfélaginu Óðni

Dagný Linda Kristjánsdóttir, skíðakona í Skíðafélagi Akureyrar

Evita Alice Möller, fimleikakona í Fimleikafélagi Akureyrar

Finnur Steingrímsson, skotmaður í Skotfélagi Akureyrar

Jónína Margrét Guðbjartsdóttir, íshokkíkona í Skautafélagi Akureyrar

Matus Sandor, knattspyrnumaður í KA

Rakel Hönnudóttir, knattspyrnukona í Þór/KA

Þorbjörn Hreinn Matthíasson, hestamaður í Létti

Öldungasveit karla í Golfklúbbi Akureyrar

Nýjast