Íslandsbanki og Þór framlengja samstarf

Árni Óðinsson og Jón Birgir Guðmundsson við undirskrift samningsins.
Árni Óðinsson og Jón Birgir Guðmundsson við undirskrift samningsins.

Íslandsbanki og Íþróttafélagið Þór á Akureyri hafa gengið frá samningi um samstarf til loka ársins 2018. Í raun er um að ræða framlengingu á farsælu samstarfi, því Íslandsbanki hefur í mörg ár verið einn af bakhjörlum Þórs. Nýr samningur nær til aðalstjórnar og deilda félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka.

„Íþróttafélagið Þór var stofnað 1915 og er því nýorðið 102 ára. Það hefur alla tíð verið burðarás í því mjög öfluga starfi sem unnið er fyrir æskuna á Akureyri, auk þess að vera eitt öflugasta íþróttafélag landsins á vettvangi keppni í nokkrum greinum,“ sagði Árni Óðinsson, formaður Þórs, þegar samningurinn var undirritaður í Hamri félagsheimili Þórs í vikunni. Jón Birgir Guðmundsson, útibússtjóri Íslandsbanka á Akureyri, segir bankann stoltan af því að starfa með Þór.

„Íslandsbanki er, eins og Þór, virkur þátttakandi í daglegu lífi Akureyringa og styður dyggilega við margvíslegt starf á sviði íþrótta- og æskulýðsmála, sem á öðrum vettvangi.Bankinn og fé- lagið eiga því góða samleið. Markmið bankans er að styðja Þór í íþrótta- og uppeldishlutverki sínu á Akureyri,“ sagði Jón Birgir Guðmundsson.

Eftir að hafa undirritað samninginn lýstu bæði formaður Þórs og útibússtjóri Íslandsbanka á Akureyri mikilli ánægju með samstarfið. „Íþrótta- og uppeldishlutverk Þórs er ómetanlegt,“ sögðu þeir einum rómi.


Athugasemdir

Nýjast