Verkinu er skipt í tvo áfanga: Annars vegar felst verkið í að endurnýja núverandi aðrennslispípu við Laxá II milli inntaksstíflu og jöfnunargeymis, á um 342 m kafla. Hins vegar felst verk í endurbótum á núverandi jöfnunargeymi stöðvar, sandblæstri og málun, ásamt einangrun og klæðningu á ytra byrði og smíði og uppsetningu þaks á geyminn. Áætlaður verktími er júní til og með september 2011.