Íris og Björgvin Íslandsmeistarar í stórsvigi

Íris Guðmundsdóttir varð Íslandsmeistari kvenna í stórsvigi á Skíðamóti Íslands í Hlíðarfjalli í dag en í karlaflokki varð Dalvíkingurinn Björgvin Björgvinsson Íslandsmeistari. Einnig var keppt í göngu með frjálsri aðferð og varð Elsa Guðrún Jónsdóttir frá Ólafsfirði Íslandsmeistari í kvennaflokki og í karlaflokki varð Brynjar Leó Kristinsson frá Akureyri Íslandsmeistari.  

Einnig var keppt í göngu í flokki 17-19 ára og varð Sigurjón Hallgrímsson frá Ísafirði Íslandsmeistari. Í stórsvigi kvenna varð María Guðmunsdóttir, systir Írisar, í öðru sæti og Katrín Kristjánsdóttir hafnaði í þriðja stæti. Fimm efstu stúlkurnar eru allar í Skíðafélagi Akureyrar. Sigurgeir Halldórsson SKA hafnaði í öðru sæti í stórsvigi karla og félagi hans Jón Viðar Þorvaldsson varð í þriðja sæti.

Á morgun verður keppt í svigi og í göngu með hefðbundinni aðferð. Keppni í sviginu hefst kl. 09 og gangan kl. 12.00.

Nýjast