Íris keppir í kvöld

Íris Guðmundsdóttir frá SKA keppir í svigi í kvöld á Vetrarólympíuleikunum í Vancouver í Kanada og hefst keppnin kl. 18:00 að íslenskum tíma. Íris er með rásnúmer 62 af alls 87 keppendum. Íris náði ekki að ljúka keppni í risasvigi sl. laugardag, en hún féll í brautinni þegar hún var rétt um það bil hálfnuð.

Nýjast