Irene Gook er 102 ára í dag
Elsti íbúi Akureyrar, Irene Gook íbúi á Hlíð, er 102 ára í dag 11. ágúst. Irene er elsta barn Florence Gook og Arhurs Gook trúboða og athafnamanns sem starfaði lengi hér á Akureyri og stofnaði m.a. Sjónarhæðarsöfnuðinn. Irene fæddist í London 11. ágúst 1909 en kom fyrst til Íslands 6 mánaða.
Irene hlaut sína skólagöngu í Bretlandi en hún er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Hún starfaði aðallega á fæðingadeild Sjúkrahússins á Akureyri en vann 2 ár í Hlíð þar sem hún er búsett í dag.