ÍRB sigraði á AMÍ-Óðinn í þriðja sæti
Íþróttabandalag Reykjanesbæjar (ÍRB) bar sigur úr býtum á AMÍ sundmótinu sem haldið var á Akureyri um helgina. Sundfélagið Ægir varð í öðru sæti en Sundfélagið Óðinn varð í þriðja sæti. Rúmlega 270 sundmenn frá 12 félögum tóku þátt, ásamt nokkrum Færeyingum.
Lokastaða mótsins:
1. Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 1.393
2. Sundfélagið Ægir 1.364
3. Sundfélagið Óðinn 601
4. Sunddeild Fjölnis 589
5. Sundfélag Hafnarfjarðar 506
6. Sundfélag Akraness 481
7. Sunddeild KR 394
8. Ungmennasamband Kjalanesþings 223
9. Sundfélagið Vestri 97
10. Sunddeild Ármanns 95
11. Ungmennasamband Borgarfjarðar 68
12. Íþróttabandalag Vestmannaeyja 23