Innritun í lögreglunámið hefst innan skamms
Eins og komið hefur fram hefurmennta- og menningarmálaráðherra ákveðið að ganga til samninga við Háskólann á Akureyri (HA) vegna kennslu- og rannsóknarstarfsemi á sviði lögreglufræða.
Skólaárið er nú þegar hafið eða að hefjast í háskólum landsins og segir Eyjólfur Guðmundsson rektor HA að það hefði vissulega verið heppilegra ef niðurstaða um hvaða háskóli tæki við lögreglunámi hefði legið fyrr fyrir í samtali við RÚV. Hann segir jafnframt að staðan hafi verið ljós og menn unnið vinnu sína út frá því. Þess vegna hafi verið hægt að leggja upp með nokkrar tímasetningar um hvernig staðið yrði að inntöku og upphafi náms. Tilkynnt verður í dag eða á morgun með hvaða sniði námið verður og auglýst verður eftir nemum fljótlega í kjölfarið
Eyjólfur segir að það hjálpi til við þessar aðstæður að námið hafi verið byggt upp þannig að það sé sveigjanlegt.
Tengdar fréttir:
Lögreglunámið til Háskólans á Akureyri