Framsögumaður var Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændasamtaka Íslands. Erna kynnti bændum á svæðinu landbúnaðarstefnu ESB og velti fyrir sér stöðu íslenskra bændi við inngöngu í ESB. Í kjölfar framsögunnar urðu mjög líflegar umræður og lýstu fundarmenn almennum áhyggjum af stöðu landbúnaðarins við inngöngu í ESB. Meðal þess sem fram kom var að íslenskur markaður væri mjög viðkvæmur vegna smæðar sinnar og einangrunar og að auðvelt væri að vinna óbætanlegt tjón á honum. Í því samhengi var bent sérstaklega á þá fákeppni sem ríktir í smásölu og að við inngöngu hefðu innflytjendur og smásalar örlög landbúnaðar í hendi sér. Þá lýstu menn þungum áhyggjum af stöðu afurðafyrirtækja því ljóst þykir að svína- og fuglakjötsframleiðsla muni að mestu leggjast af sem myndi gera vinnslu á öðrum kjötafurðum óhagkvæmari. Almennt var það niðurstaða fundarins að innganga í ESB myndi þýða markaðshrun íslenskra landbúnaðarafurða með tilheyrandi tekjuskerðingu og fækkun í bændastétt. Þetta kemur fram á vef Búgarðs.