Innanlandsflugið er að ná sér á strik

Ljósmynd: Akureyrarflugvöllur/Facebook
Ljósmynd: Akureyrarflugvöllur/Facebook

mth@vikubladid.is

Innanlandsflug hefur náð sér vel á strik eftir heimsfaraldurinn og er nú á svipuðum stað og var árið 2019.

Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair segir að í byrjun þessa árs hafi verið nokkrar takmarkanir í gildi hér á landi vegna kórónuveirunnar. Þó sé tímabilið frá janúar til júlí ekki langt frá þeim farþegafjölda sem var yfir sama tímabil árið 2019.

„Erlendir ferðamenn eru farnir að nýta innanlandsflugið í svipuðum mæli og fyrir faraldur en nú er mun einfaldara, bæði fyrir erlenda ferðmenn og Íslendinga að bóka sig alla leið í einni bókun á milli Akureyrar og áfangastaða erlendis, hvort sem flogið er um Reykjavíkurflugvöll eða Keflavíkurflugvöll,“ segir Guðni.

Á tímabilinu janúar til loka júlí voru farþegar um Akureyrarflugvöll 88.887 árið 2019. Þeir voru 79.944 árið 2020 og fóru niður í 72.886 í fyrra, 2021. Nú í ár hafa 82.942 farþegar farið um Akureyrarflugvöll.

 


Athugasemdir

Nýjast