Hin ástsæli myndlistarmaður, Ingvar Þorvaldsson, opnar myndlistarsýningu í sínum gamla heimabæ Húsavík á morgun laugardaginn 19. mars kl. 15.00 og að sjálfsögðu í Safnahúsinu.
Ingvar er jafnan aufúsugestur í bænum og sýningar hans ætíð vel sóttar enda þykir flestum fengur að því að eignast verk eftir Ingvar. Auk sýninga í Safnahúsinu hefur Ingvar síðustu ár komið í bæinn á Mærudögum og sýnt myndir og þá í húsnæði Netagerðarinnar fyrir neðan Bakkann.
Sýning Ingvars í Safnahúsinu verður opnuð, eins og áður sagði, klukkan 15 á morgun laugardag og verður svo opin daglega frá kl. 15-22 fram til 28. mars sem er annar dagur páska. Og allir að sjálfsögðu boðnir velkomnir af listamanninum. JS