Myndlistarmaðurinn Ingvar Þorvaldsson var með málverkasýningu í sínum gamla heima Húsavík um páskana. Góð aðsókn var á sýninguna og Ingvar var mjög ánægður með viðtökur og sölu, en rúmur þriðjungur verkanna á sýningunni seldust.
Listamaðurinn mætti svo nú eftir hádegið á þriðjudegi í Snæland, höfuðstöðvar Félags eldri borgara á Húsavík,og nágrenni, og koma þangað færandi hendi. Hann afhenti félaginu að gjöf glæsilegt olíumálverk af Húsavík, eitt verkanna á sýningunni sem lauk í gær. Formaður félagsins, Anna Sigrún Mikaelsdóttir, veitti gjöfinni viðtöku og þakkaði innilega höfðingsskap Ingvars. JS