Ingimundur í viðræðum við Akureyri

Landsliðsmaðurinn Ingimundur Ingimundarsson er líklega á leiðinni til Akureyrar Handboltafélags frá danska félaginu Aab Handbold. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vikudags eru viðræður í gangi milli Akureyrar og Ingimundar og líklegt þykir að samningar náist í dag. Það er ljóst að það yrði mikill liðsstyrkur fyrir norðanmenn að fá Ingimund til liðs við sig ef af verður, en Ingimundur, eða Diddi eins og hann er kallaður, hefur leikið lykilhlutverk í varnarleik íslenska landsliðsins undanfarin ár.

Þá er Akureyri einnig að landa samningi við línumanninn Ásgeir Jónsson hjá Aftureldingu. Ekki er búið að skrifa undir en viðræður eru komnar vel á veg.

Nýjast