Ingi Freyr skaut Þórsurum í undanúrslit bikarins

Varnarmaðurinn Ingi Freyr Hilmarsson var hetja Þórs í dag er hann tryggði liði sínu 2:1 sigur á Grindavík á Þórsvelli í 8-liða úrslitum Valitor-bikar karla í knattspyrnu í framlengdum leik. Ingi skoraði sigurmarkið á lokamínútu framlengingarinnar þegar allt stefndi í vítaspyrnukeppni. David Disztl kom Þór yfir snemma leiks en Magnús Björgvinsson jafnaði metin fyrir gestina skömmu fyrir hálfleik. Þórsarar höfðu hins vegar öll völd í framlengingunni og eru komnir í undanúrslit.

 

Leikurinn var nokkuð jafn í byrjun en gestirnir voru ívíð sterkari. Grindvíkingar voru nálægt því að taka forystu í leiknum strax á þriðju mínútu er Bogi Rafn Einarsson átti skalla að marki en Ingi Freyr Hilmarsson varnamaður Þórs bjargaði á línu. Átta mínútum síðar kom fyrsta færi heimamanna í leiknum. Atli Sigurjónsson átti þá magnaða sendingu inn fyrir vörnina á David Disztl sem var kominn einn í gegn en þurfti að teygja sig í boltann til að ná skotinu sem fór hárfínt framhjá.

Grindvíkingar urðu svo fyrir miklu áfalli eftir korters leik, þegar Robert Winters og markvörðurinn Óskar Pétursson þurfti báðir að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Í mark Grindvíkinga kom Jack Giddens en Óli Baldur Bjarnason kom inn á stað Roberts. Gestirnir höfðu verið skrefinu framar í leiknum en leikur þeirra datt aðeins niður eftir þetta.Þórsarar gengu á lagið og á 23. mínútu kom fyrsta mark leiksins og það gerði David Disztl með skalla eftir hornspyrnu frá Atla Sigurjónssyni. Yacine Si Salem fékk svo úrvfalsfæri til þess að jafna metin fyrir gestina á 43. mínútu er hann skallaði boltann rétt yfir markið eftir flotta sendingu frá Jamie Patrick McCunnie.  

Grindvíkingum tókst hins vegar að jafna metin fyrir leikhlé er Magnús Björgvinsson skoraði af stuttu færi eftir sendingu frá Ray Anthony Jónsson á uppbótartíma. Markið á skelfilegum tíma fyrir Þórsara en dómarinn flautaði til hálfleiks skömmu síðar. Staðan 1:1 í leikhléi og Grindvíkingar með vindinn í bakið.Þórsarar byrjuðu fyrri hálfleikinn af krafti og Sveinn Elías Jónsson fékk fínt færi inn í teignum en skot hans fór hátt yfir. Þórsarar gerðu eina breytingu í hálfleik en Aleksandar Linta kom inn á fyrir Ármann Pétur Ævarsson. Þórsarar voru sprækari framan af seinni hálfleik og Jóhann Helgi Hannesson, sem hafði komið inn á sem varamaður fyrir Sigurð Marinó Kristjánsson, fékk dauða færi eftir rúmlega hálftíma leik er boltinn skoppaði fyrir framan mark Grindavíkur en Jóhann hitti ekki boltann.Grindvíkingar sóttu á og Óli Baldur Bjarnason fékk fínt færi þegar stundafjórðungur var eftir af leiknum. Þorsteinn Ingason átti þá glórulausa sendingu út úr vörn Þórs sem Grindvíkingar komust inn í og boltinn barst til Óla Baldur sem skot framhjá utarlega í teignum.Þórsarar voru svo rændir vítapspyrnu, hugsanlega í annað skiptið í leiknum, þegar það var augljóslega brotið á Atla Sigurjónssyni í teignum tíu mínútum fyrir leikslok. Dómarinn var hins vegar ekki á sama máli og allt vitlaust í stúkunni á Þórsvelli. Skömmu síðar átti Gunnar Már Guðmundsson skot rétt framhjá marki Grindavíkur úr teignum. Hlutirnir ekki að falla með Þór þessar mínútur.Hvorugt liðið náði að tryggja sér sigurinn í venjulegum leiktíma og því framlengt á Þórsvelli.

Þórsarar voru mun sprækari í upphafi framlengingarinnar áttu nokkur ágætis færi sem tókst ekki að nýta. Sveinn Elías Jónsson var þó hársbreidd frá því að koma Þór yfir á lokasekúndum fyrri hálfleiks framlengingarinnar er hann var nánast sloppinn einn inn fyrir með mann í bakinu en skot hans fór framhjá.Það var svo Ingi Freyr Vilhjálmsson sem var hetja Þórs er hann skoraði sigurmarkið á lokamínútu framlengingarinnar, er hann vippaði yfir markvörð Grindavíkur eftir sendingu frá Gunnar Má Jónssyni.

Lokatölur á Þórsvelli, 2:1.  

Nýjast