Ingi Freyr og Sveinn Elías í bann

Ingi Freyr Hilmarsson og Sveinn Elías Jónsson leikmenn Þórs voru báðir úrskurðaðir í eins leiks keppnisbann af Aga-og úrskurðarnefnd KSÍ í dag. Ingi Freyr fékk rautt spjald í tapleiknum gegn FH um helgina en Sveinn Elías fær bannið vegan uppsafnaðra spjalda. Báðir missa þeir því af leik Þórs gegn Grindavík á Þórsvelli á sunnudaginn kemur. 

Nýjast