Inga Vestmann og Vilborg Jóhannsdóttir heiðraðar af Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis á 70 ára afmælishátíð félagsins

Inga Vestmann og Vilborg Jóhannsdóttir  að festa eina bleika  Mynd Þórhallur Jónsson
Inga Vestmann og Vilborg Jóhannsdóttir að festa eina bleika Mynd Þórhallur Jónsson

Í tilefni 70 ára afmælis Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis heiðraði félagið þær stöllur Ingu Vestmann og Vilborgu Jóhannsdóttur.  Eins og fólki er kunnugt hafa þær staðið fyrir  Dekurdögum á Akureyri í október um árabil og náð að afla Krabbameinsfélaginu 25 milljónum með ýmsum hætti, svo sem sölu á bleikum slaufum.  Í ár náðu þær að afla 5 milljónum.  

Óhætt er að fullyrða að það munar heldur betur um það sem þær  Vilborg og Inga leggja til félagsins með dugnaði og elju.


Athugasemdir

Nýjast