Inga Björk segir um sýninguna: "Réttir eru viðfangsefni mitt að þessu sinni. Þær eru fallegar sérstaklega þessar gömlu. Samspil ljóss og skugga gefur mikla möguleika til leikja á striganum og ég kaus að fara mjög frjálslega með þær sem myndefni. Réttir eru líka stór hluti af menningu okkar þær eru fagnaðarfundir dýra og manna. Gömlu réttirnar eru uppfullar af minningum liðinna daga. Sýningin samanstendur af 7 olíumyndum sem eiga það sameiginlegt að túlka réttir en ekki allar á sama hátt eða sama tíma."
Sýningin stendur til 3. apríl nk.