Inga Björk Harðardóttir, kraftlyftingakona frá KFA, mun keppa með íslenska kvennalandsliðinu í kraftlyftingum á Vestur- Evrópu móti sem fram fer í Noregi dagana 18. og 19. september.
Inga tók þátt í Sunnumótinu sem haldið var á Akureyri í sumar og stóð sig afar vel þar og er á mikilli uppleið í greininni. Inga mun keppa fyrir Íslands hönd ásamt tveimur öðrum konum frá Ármanni.