Indverskur dans í Hofi

Indverski dansarinn Pragati Sood Anand sýnir dansinn Kathak við undirleik indverskra tónlistarmanna í Hofi á sunnudaginn. Pragati Sood Anand stundaði nám með aðaláherslu á Kathak dansinn í tólf ár í  Kathak Kendra skólanum í Nýju Dehli og hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir frammistöðu sína. Hún hefur sýnt danslistina víða um heim á síðustu árum.

Kathak er upprunninn meðal farandskálda sem miðluðu sögum og ljóðum á ferðum sínum um Indland. Dansinn er þekktur fyrir hæglátan en áhrifamikinn sögustíl, flóknar fótahreyfingar og hraða hringi. Indverskur dans byggir að mjög miklu leyti á nákvæmni og mörg ár af strangri þjálfun eru nauðsynleg til að fullkomna listina.

Sýningin hefst kl. 15.00 og aðgangur er ókeypis.

Nýjast