Illfært um iðnaðarhverfið á Höfðanum
Úti á Höfða er stærsta iðnaðarhverfi innanbæjar á Húsavík og þar eru fjölmörg fyrirtæki með margvíslega starfsemi. Þetta hefur í för með sér töluverða umferð og flutninga og ekki allt léttvagnar þar á ferð. Vegurinn um iðnaðarhverfið er hinsvegar sá versti í bænum, að Reykjaheiðarveginum kannski undanskildum.
Maður sem starfar á svæðinu, vakti athygli Skarps á þessu. Og sagði að þarna væri stöðugt verið að vökva og hefla með ærnum tilkostnað væntanlega og það væri bara eins og að pissa í skóinn sinn, sem sé skammgóður vermir, því gatan sækir alltaf í sama horfið og hefur svo verið um árabil.
Eins og sjá má á myndinni sem tekin var s.l. þriðjudag. JS