Illfært um iðnaðarhverfið á Höfðanum

Engin furða þó þeir sem mikið þurfa að aka um þessa götu séu ekki alveg pollrólegir yfir ástandinu.
Engin furða þó þeir sem mikið þurfa að aka um þessa götu séu ekki alveg pollrólegir yfir ástandinu.

Úti á Höfða er stærsta iðnaðarhverfi innanbæjar á Húsavík og þar eru fjölmörg fyrirtæki með margvíslega starfsemi. Þetta hefur í för með sér töluverða umferð og flutninga og ekki allt léttvagnar þar á ferð.  Vegurinn  um iðnaðarhverfið er hinsvegar sá versti í bænum, að Reykjaheiðarveginum kannski undanskildum.

Maður sem starfar á svæðinu, vakti athygli Skarps á þessu. Og sagði að þarna væri stöðugt verið að vökva og hefla með ærnum tilkostnað væntanlega og það væri bara eins og að pissa í skóinn sinn, sem sé skammgóður vermir, því gatan sækir alltaf í sama horfið og hefur svo verið um árabil.

Eins og sjá má á myndinni sem tekin var s.l. þriðjudag. JS

 

Nýjast