Iðnaðarsafnið á Akureyri í fjárhagserfiðleikum
Iðnaðarsafnið á Akureyri á í fjárhagserfiðleikum og hefur m.a. verið gripið til þess ráðs að segja forstöðumanni safnsins upp störfum. Við náum ekki endum saman þegar horft er til ársins alls og erum því að grípa til þessara aðgerða, segir Þorsteinn Arnórsson formaður stjórnar Iðnaðarsafnins.
Hann segir að safnið sé rekið á styrkjum, þótt Akureyrarbær styðji við reksturinn ásamt Einingu-Iðju og Fagfélaginu. Það séu frjáls félagasamtök sem standi að safninu og þau þurfi að afla fjár til rekstursins. Þetta hefur verið barningur ár frá ári en staðan er kannski óvenju slæm í ár, sagði Þorsteinn. Hann sagðist bjartsýnn að eðlisfari og vonar að hér sé aðeins um ræða tímabundnar þrengingar og að úr rætist. Safnið hefur verið opið á laugardögum yfir vetrartímann og það verður engin breyting þar í vetur, að sögn Þorsteins.