Íbúar í Norðurþingi gefa dýrari jólagjafir en íbúar á Akureyri

Líklegt verður að telja að gefandi þessarar gjafar  verji 7,68% tekna sinna í jólagjafakaup.   Mynd …
Líklegt verður að telja að gefandi þessarar gjafar verji 7,68% tekna sinna í jólagjafakaup. Mynd Vikublaðið

Akureyringar verja 7,68% af sínum ráðstöfunartekjum í jólagjafir, meðan íbúar í Norðurþingi verja aðeins stærri hluta sinna tekna í að gleðja náunga sinn eða 7,83%.

Þetta kemur fram í jólakorti norrænu rannsóknastofnunarinnar Nordregio. Þar má greina hve háu hlutfalli af ráðstöfunartekjum sínum íbúar í hverju sveitarfélagi Norðurlandanna verja til kaupa á jólagjöfum.

Algengt hlutfall á Norðurlöndunum eru 8-10%. Norðmenn virðast stórtækastir í jólagjöfunum, þar er algengt að hlutfallið sé yfir 10%. Danir halda sig hins vegar alveg undir því marki svo dæmi sé tekið

Nýjast