Íbúar fá frítt í sund í nóvember

Mynd: esveit.is
Mynd: esveit.is

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi 1. - 28. nóvember nk.  Um er að ræða heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Markmiðið með átakinu er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess.

ÍSÍ hefur í gegnum tíðina hvatt landsmenn til að huga að sinni daglegu hreyfingu í gegnum fjölbreytt verkefni sambandsins og nú er komið að landsátaki í sundi. Landsátakið, sem er skipulagt af Almenningsíþróttasviði ÍSÍ í samstarfi við Sundsamband Íslands (SSÍ), er framhald af Íþróttaviku Evrópu. Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings.

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur brugðist við átakinu og boðað að frítt verði í sund fyrir íbúa sveitarfélagsins í nóvember. í tilkynningu á vef sveitarfélagsins er þess einnig getið árskortahafar fá kort sín sjálfkrafa framlengd sem nemur einum mánuði.  


Athugasemdir

Nýjast