Íbúafundur um framtíð Reykjavíkurflugvallar

Séð yfir Reykjavíkurflugvöll
Séð yfir Reykjavíkurflugvöll

Boðað hefur verið til opins borgarafundar um málefni Reykjavíkurflugvallar fimmtudaginn 17. nóvember nk. Fundurinn fer fram í Menningarhúsinu Hofi og hefst kl. 17:00. Fresta þurfti fundinum fyrir um mánuði síðan vegna veðurs. Framsögu á fundinum hafa Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík, Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri og Jón Karl Ólafsson framkvæmdastjóri flugvallarsviðs ISAVIA. Mikill styrr hefur staðið um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar hin síðari ár. Vangaveltur hafa verið um hvort flytja eigi innanlandsflugið til Keflavíkur eða byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Á síðari árum hafa bæjarstjórn og bæjarráð Akureyrar ítrekað bókað um Reykjavíkurflugvöll og mikilvægi hans. 

Nýjast