ÍAV og svissneskt fyrirtæki buðu lægst í gerð Vaðlaheiðarganga

ÍAV og svissneska fyrirtækið Marti Contractors Lts, áttu lægsta tilboð í gerð Vaðlaheiðarganga en tilboð voru opnuð nú eftir hádegi. Tilboð þeirra hljóðaði uppá rúmar 8,8 milljarða króna, eða 95% af kostnaðaráætlun. Eyfirska fyrirtækið Norðurverk átti næst lægsta tilboðið, tæpa 9,5 milljarða króna, eða 101,8% af kostnaðaráætlun. Alls bárust fjögur tilboð í verkið.

Nýjast