ÍA vann stórsigur á KA

Topplið ÍA tók KA-menn í gegn í dag er liðin mættust á Akranesvelli í 1. deild karla í knattspyrnu. Skagamenn unnu 5:0 þar sem íþróttafréttamaðurinn Hjörtur Hjartarsson skoraði þrennu, þar af tvö mörk á uppbótartíma. Einnig skoruðu þeir Fannar Freyr Gíslason og Mark Doninger fyrir ÍA. KA-menn léku manni færri síðustu mínúturnar þar sem Jón Heiðar Magnússon var rekinn af velli á 86. mínútu. KA er áfram í sjöunda sæti með 26 stig en ÍA hefur 51 stig á toppnum, þegar ein umferð er eftir.

KA mætir BÍ/Bolungarvík í lokaumferðinni á heimavelli á laugardaginn kemur.

Nýjast