Í Bach og fyrir: sex einleikssvítur fyrir selló

Geirþrúðir Anna Guðmundsdóttir.
Geirþrúðir Anna Guðmundsdóttir.

Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir sellóleikari leikur allar sex einleikssvítur Johanns Sebastians Bach í tónleikaferðalagi um landið sumarið 2021. Sunnudaginn 13. júní kl. 16 kemur Geirþrúður fram hjá Klassík í Bergi í Menningarhúsinu Berg á Dalvík og leikur fyrstu, fjórðu og fimmtu svítuna, en daginn eftir, 14. júní kl. 20, klárar hún svíturnar og leikur aðra, þriðju og sjöttu á tónleikum í Hofi á Akureyri.

„Sellósvítur Johanns Sebastians Bach eru perlur sellóbókmenntanna og meðal dásamlegustu verka klassískra tónbókmennta,“ segir í tilkynningu.

Geirþrúður er nýútskrifuð úr meistaranámi við hinn virta Juilliard skóla í New York. Hún lagði einnig stund á sellónám við Tónlistarskólann í Reykjavík og við Northwestern University í Chicago. Hún hefur komið víða við sem sellóleikari, haldið tónleika í Frakklandi, Hollandi, Danmörku og víðsvegar í Bandaríkjunum, og hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins. Hún hefur alltaf haft mikla ástríðu á kammertónlist og er meðlimur Kammersveitarinnar Elju hér á Íslandi.

 


Athugasemdir

Nýjast