Hyggjast stækka Jaðarsvöll

Hinn nýi völlur verður vestan megin við núverandi golfvöll.
Hinn nýi völlur verður vestan megin við núverandi golfvöll.

Ak­ur­eyr­ar­bær hef­ur lagt fram til­lögu að áætl­un vegna mats á um­hverf­isáhrif­um land­mót­un­ar og stækk­un­ar golf­vall­ar­ins að Jaðri. Golf­völl­ur­inn er ná­lægt vax­andi byggð á Ak­ur­eyri og fel­ur fram­kvæmd­in í sér haug­setn­ingu og land­mót­un á jarðvegi sem fell­ur til vegna gatna- og húsa­gerðar við fram­kvæmd­ir í ná­grenn­inu og nýt­ingu hans við stækk­un­ina.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu. Gert er ráð fyr­ir haug­setn­ingu á um 500.000 rúm­metr­um af ómenguðum jarðvegi. Fram­kvæmda­tím­inn er áætlaður um 20-30 ár, allt eft­ir hraða fram­kvæmda í bæn­um. Í umfjöllun Morgunblaðsins segir að fram­kvæmda­svæðið sé um 8,5 hekt­ar­ar og er allt svæðið ætlað und­ir stækk­un nú­ver­andi 18 holu golf­vall­ar og nýs níu holu golf­vall­ar.

Hinn nýi völl­ur verður vest­an meg­in við nú­ver­andi golf­völl. Landsvæðið er í eigu Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar en rekstr­araðili Jaðarsvall­ar er Golf­klúbb­ur Ak­ur­eyr­ar. Gild­andi deili­skipu­lag fyr­ir Jaðarsvöll ger­ir ráð fyr­ir stækk­un golf­vall­ar­ins en unnið er að breyt­ingu á því sem tek­ur til­lit til haug­setn­ing­ar og land­mót­un­ar. Allt frá ár­inu 2007 hafa verið áform um stækk­un Jaðarsvall­ar sam­kvæmt samn­ingi milli Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar og GA.

Nýjast