Hvetja til verslunar í heimabyggð

Eyjafjarðarsveit.
Eyjafjarðarsveit.

Til að stuðla að aukinni verslun í heimabyggð hefur Eyjafjarðarsveti útbúið gjafabréf sem nú er hægt verður að kaupa á skrifstofu sveitarfélagsins og verður eingöngu hægt að nýta hjá þeim þjónustuaðilum í sveitarfélaginu sem vilja taka við því. Sala gjafabréfsins fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins og fer upphæð þess eftir óskum kaupandans. „Til að ræsa verkefnið og sýna starfsfólki sínu þakklætisvott fyrir sveigjanleika á tímum heimsfaraldurs hefur sveitarfélagið nú þegar gefið starfsfólki sínu um 80 gjafabréf sem hvert er að andvirði 5.000 kr og mun renna beint til þjónustuaðila í sveitarfélaginu,“ segir á vef sveitarfélagsins.


Athugasemdir

Nýjast