Hverju skilar ferðaþjónustan?

Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir hefur unnið að rannsókninni í þrjú ár. Mynd/ Þekkingarnetið
Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir hefur unnið að rannsókninni í þrjú ár. Mynd/ Þekkingarnetið

Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir kynnir niðurstöður rannsóknar sinnar á efnahagslegum áhrifum ferðaþjónustu, á opnum fyrirlestri á vegum Þekkinganets Þingeyinga á morgun miðvikudag. Rannsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi, henni er ætlað að skýra umfang atvinnugreinarinnar sem og þróun hennar á svæðinu undanfarin ár. Verkefnið var samstarfsverkefni Þekkingarnets Þingeyinga, Rannsóknarseturs HÍ á Húsavík og Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála.

Niðurstöðurnar verða kynntar á veitingahúsinu Sölku á Húsavík kl. 12:00 – 13:00. Þekkingarnetið heldur aðalfund sinn sama dag og býður gestum í súpu í tilefni af því. /epe

Nýjast