22. apríl, 2009 - 12:37
Fréttir
Vorkoma Akureyrarstofu fer fram í Ketilhúsinu á morgun kl. 16.00, sumardaginn fyrsta. Þar verður tilkynnt hverjir hljóta starfslaun listamanna á Akureyri
2009-2010. Nú er að verða eitt ár frá því þær Anna Gunnarsdóttir textíllistakona og Anna Richardsdóttir fjöllistakona
voru valdar úr hópi hátt í 20 umsækjenda um starfslaunin og hafa þær báðar átt mjög viðburðarríkt
ár.
Einnig verða veittar viðurkenningar Húsverndarsjóðs fyrir viðhald á gömlum húsum eða húsum sem hafa varðveislugildi og
viðurkenning fyrir byggingalist. Að síðustu verður veitt viðurkenning fyrir framlag til listalífs á Akureyri.