Hverfisnefndir standa fyrir hverfakaffi í kvöld

Hverfisnefndir bæjarins standa fyrir hverfakaffi í kvöld, fimmtudaginn 5. mars kl 20:00 í sal Brekkuskóla.  Rætt verður um framtíðarskipulag Akureyrarbæjar.  Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri mun fjalla um tilkomu og tilgang með stofnun hverfisnefnda en nú eru rúm 6 ár frá stofnun fyrstu hverfisnefndarinnar á Akureyri.  

Pétur Bolli Jóhannesson, skipulagsstjóri mun fjalla um framtíðarskipulag í bænum en í kjölfar efnahagshrunsins leikur nefndarfólki forvitni á að vita hvort áherslur í skipulagsmálum hafi breyst vegna efnahagsþrenginga m.a. varðandi stígakerfi bæjarins og fleira. Guðmundur Haukur Sigurðarson framkvæmdarstjóri Mannvits hf. á Akureyri mun kynna skipulag hjólastíga sem unnið hefur verið fyrir Akureyrarbæ. Nemendur í 10. bekk í Brekkuskóla munu bjóða upp á vöfflukaffi og síðan verður opið fyrir fyrirspurnir og umræður. Fundinum lýkur kl. 21:30. Allir eru velkomnir.

Nýjast