Hver var frambjóðandinn Haukur þrettándi?

Kampakátur Haukur „Meinhorn“ Hauksson t.v. ásamt ekki síður glaðlegum félaga sínum, íþróttafréttaman…
Kampakátur Haukur „Meinhorn“ Hauksson t.v. ásamt ekki síður glaðlegum félaga sínum, íþróttafréttamanninum Arnari Björnssyni. Var þessi Haukur í framboði árið 2010 eða nafni hans Snúlli?

 

Þegar framboðslisti Þinglistans var lagður fram fyrir sveitarstjórnarkosningar í Norðurþingi 2010, vaknaði strax grundvallarspursmál hjá kjósendum, nefnilega, hver er Haukur þrettándi?

Í 13. sæti listans var kynntur til sögunnar Haukur Hauksson og titlaður sjómaður. En ómögulegt var óupplýstum að átta sig á hvort hér var á ferð Haukur „Meinhorn“ Hauksson Sigurjónssonar eða Haukur „Snúlli“ Hauksson Ákasonar.

Menn eru enn að velta fyrir sér hvort þessi óvissa um manninn í þrettánda sæti Þinglistans, hafi haft afgerandi áhrif á úrslit kosninganna. JS


Athugasemdir

Nýjast