Hver sér um Mærudaga á Húsavík í ár?

Frá Mærudegi á Húsavík s.l. sumar. Appelsínugula hverfið mætir á staðinn.
Frá Mærudegi á Húsavík s.l. sumar. Appelsínugula hverfið mætir á staðinn.

Eins og fram hefur komið hefur Húsavíkurstofa verið lögð niður og þar með annast hún ekki framkvæmd Mærudaga eða Mærudags eins og undanfarin sumur.

Í kjölfarið hefur æskulýðs- og menningarnefnd Norðurþings auglýst eftir áhugasömum aðila eða aðilum til að sjá um framkvæmd Mærudaga árið 2016 og þekking og/eða reynsla á sviði viðburðastjórnunar eru sett sem skilyrði.

Fyrir þá sem ekki vita eru Mærudagar bæjarhátíð Húsavíkur sem haldin er síðustu helgina í júlí. Í boði eru hvers kyns uppákomur, nýjungar í bland við atriði sem hafa öðlast fastan sess. Mærudagar skulu einkum vera vettvangur fyrir tónlistar- og menningarviðburði með aðkomu og þátttöku einstaklinga sem búa í sveitarfélaginu eða eiga rætur að rekja til sveitarfélagsins.

Umsóknarfrestur um framkvæmd Mærudaga rann út í gær,  föstudaginn 22. apríl. JS

Nýjast