Thora Karlsdóttir myndlistamaður opnar sýninguna Hver er lykillinn" í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri á morgun, laugardag.
Sýningin er innseting sem er sköpuð inn í rými Mjólkurbúðarinnar og fjallar um lífið sjálft og leitina að lífshamingjunni. Myndlistamaðurinn notar lykla í ýmsum formum og leikur sér með efni og ímyndir margræð tákn, bæði á huglægan og hlutlægan hátt.
Thora Karlsdóttir útskrifaðist fra Europaische Kunst Akademi of fine arts 2013. Lifandi Vinnustofa er í Listagilinu á Akureyri. Það er bæði vinnustofa, sýningarými og heimili Thoru.Þetta er önnur einkasýning Thoru á Íslandi en áður hefur hún sýnt víða erlendis. Þóra tekur þátt í tveim sýningum erlendis á þessu ári. Hin fyrri er 9. mars í Trier, Þýskalandi. Hin seinni verður 15. september í Chateau de Bourglingster í Luxembourg.
Sýning Thoru Karlsdóttur Hver er lykillinn stendur til 23. febrúar.