Hvanndalsbræður verða á ferð og flugi næstu daga þar sem þeir munu koma fram á nokkrum stöðum. Hljómsveitin verður með tónleika í Víkurröst í kvöld og hefjast tónleikarnir kl. 21:30 en húsið opnar hálftíma fyrr.
Félagarnir verða svo á stóra sviðinu á Dalvík á Fiskideginum mikla laugardaginn 8. ágúst en halda svo til Akureyrar um laugardagskvöldið þar sem þeir verða með tónleika á Græna Hattinum kl. 22:00. Forsala er hafinn í Eymundsson.