Húsnæðið á Hlíð úrelt og stenst ekki nútímakröfur

Dvalarheimilið Hlíð á Akureyri stenst ekki nútímakröfur í húsnæðismálum.
Dvalarheimilið Hlíð á Akureyri stenst ekki nútímakröfur í húsnæðismálum.

Þröngt er um íbúa á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri og erfitt fyrir fólk að athafna sig ef viðkomandi íbúi þarf að nota  hjálpartæki, sem og fyrir starfsfólk að komast að við umönnun. Þar sem minnstu herbergin eru deila tveir íbúar snyrtingu eða jafnvel tíu íbúar með þrjár snyrtingar.

Þetta kemur fram í grein sem Helga Guðrún Erlingsdóttir, hjúkrunarforstjóri Öldrunarheimila Akureyrar (ÖA), og Aníta Magnúsdóttir, forstöðumaður í Lögmannshlíð, rita í Vikudegi.

Í greininni segja þær víða aðkallandi þörf til að breyta og bæta aðstæður íbúanna á Hlíð, „þar sem núverandi húsnæði er úrelt og fullnægir ekki þeim kröfum sem gerðar eru til hjúkrunarheimila í dag.“

Íbúar Öldrunarheimila Akureyrar eru 183 og er húsnæði þeirra afar misjafnt hvað varðar einkarými. Vel er búið að þeim sem eru í Lögmannshlíð en í elstu hlutum húsnæðisins í Hlíð búa 54 íbúar og sum herbergin er aðeins 9 fermetrar. 

Nýjast