Þar sem byggingin er enn ófrágengin að innan er ekki komið brunabótamat á hana en lokafrágangurinn er eftir, svo sem glerveggir, handrið, lítill hluti af gólfefnum auk þess sem allur tækjabúnaður er eftir. Byggingin er hönnuð sem líkamsræktarstöð og er líklegast að sú starfsemi verði stunduð í húsinu. Skráður eigandi af fasteigninni er Íþróttaakademían, sem var tekinn til gjaldþrotaskipta en fasteignin er í vörslu Landsbankans.