Húsavik næstum best i heimi!

Á Húsavik                 Mynd Vikublaðið
Á Húsavik Mynd Vikublaðið

Samkvæmt  því sem fram kemur á síðu  Húsavíkurstofu á Facebook er Húsavík í  17 sæti á lista ferðavefsins Travel Lemming yfir bestu áfangastaðina til að heimsækja árið 2023. Það eru 50 áfangastaðir út um allan heim sem eru tilgreindir og  Húsavík er s.s i 17 sæti listans sem verður að teljast ansi gott og i raun spennandi.

 Annars segir í færslu frá Húsavikurstofu.

 „Þetta er mikill heiður og alls ekki sjálfgefið að lenda á slíkum lista.  Það er einróma álit stjórnar Húsavíkurstofu að mikilvægt sé að vanda til verka í allri umræðu og framkvæmd iðnaðaruppbyggingar á Húsavík. Mikilvægt er að horfa bæði til þess sem þegar hefur verið byggt upp á svæðinu og þess hvernig við viljum móta til framtíðar. Á Húsavík hefur hafnarsvæðið verið birtingarmynd fjölbreytts atvinnulífs um árabil þar sem ferðaþjónustan spilar stórt hlutverki. Hafnarsvæðið á Húsavík hefur verið eitt helst aðdráttarafl ferðamanna síðustu áratugi, fyrst með smábátasjómennsku og síðar hvalaskoðun og uppbyggingu veitingastaða og handverkssölu. Þá hafa menningartengdar rannsóknir sýnt að hafnarsvæði í sjávarplássum hafa oftar en ekki mun meira aðdráttarafl en t.a.m. almenningsgarðar og vill miðbæjarbragur oft byggjast upp á hafnarsvæðum, fremur en í sjálfum miðbænum. Slíkt á við hér á Húsavík.

 Á meðan miðbæir hafa byggst upp annars staðar, hefur höfnin á Húsavík verið sá miðpunktur sem hefur þróast og tekið breytingum í takt við tíðarandann undanfarna áratugi. Stjórn Húsavíkurstofu telur einnig mikilvægt að gæta að öryggi vegfarenda; starfsfólks, íbúa (þar með talið barna) sem og gesta.  Það er ósk stjórnar Húsavíkurstofu að skoðuð verði áhrif iðnaðaruppbyggingar á hafnarsvæðinu á þá starfsemi sem fyrir er á hafnarsvæðinu - og að tillit verði tekið til þeirrar fjölbreyttu nýtingar sem hafnarsvæðið, atvinnulíf og flóra mannlífs byggir á“.

 


Athugasemdir

Nýjast